logo

10 dropar hafa lokað / 10 dropar has closed (at least for now)

Kaffihúsið Tíu dropar kveður í júlí eftir tæp 30 ár Eigandi jarðhæðarinnar, Ingibjörg Ingólfsdóttir ( Yndi ehf), að Laugavegi 27 hefur gert rekstraraðilum kaffihússins Tíu dropa að hætta starfsemi þess og rýma húsnæðið í sumar. Húsnæðið var nýverið selt nýjum eigendum (Vietnam Restaurant ehf) og húsaleigusamningi sagt upp með skömmum fyrirvara. Rekstraraðilar gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að ná samkomulagi við húseiganda um áframhaldandi leigu húsnæðisins en án árangurs. Rekstrarstöðvun er því óhjákvæmileg með tilheyrandi fjárhagslegu og tilfinningalegu áfalli fyrir rekstraraðila og starfsfólk kaffihússins. Kaffihúsið Tíu dropar hefur verið rekið í um þrjá áratugi í kjallara að Laugavegi 27 og hefur um árabil verið eitt af vinsælustu kaffihúsum miðborgarinnar. Tíu dropar kveðja því miðborgina að sinni og þakka þeim fjölmörgu sem hafa komið og notið þess að vera á Tíu dropum undanfarin ár. Rekstraraðilar útiloka þó ekki að halda rekstri Tíu dropa áfram á nýjum stað í miðborginni gefist tækifæri til þess. Kær kveðja Eigendur og starfsfólk Tíu dropa